Choose lang
  • Denmark
  • Norway
  • Finland
  • Iceland
  • Sweden
  • Great Britain

Rannsókn um málskilning

”Greinargerð um málskilning á Norðurlöndunum og aðgerðir í einstökum löndum – ágúst 2005” eftir Lis Madsen

Útdráttur úr texta eftir Lis Madsen:

Mjög mismunandi kröfur eru gerðar um kennslu í Norðurlandamálunum í grunnskólum á Norðurlöndunum.
Sum lönd setja reglur um mikilvæg fagleg markmið, en önnur lönd leggja meiri áherslu á að lýsa innihaldi tungumálakennslunnar og koma að auki með tillögur um tiltekna texta (t.d. Noregur). Líklega er þróunin sú að sífellt fleiri lönd leggja áherslu á að setja mikilvæg markmið varðandi kennsluna – að auki eru í Danmörku sett bindandi þrepamarkmið. Því nýrri sem ákvarðanirnar eru, þeim mun mikilvægari eru markmiðin og innihaldið síður áþreifanlegt. Söguleg, landfræðileg, menningarleg og stjórnmálaleg afstaða endurspeglast í ýmsum ákvörðunum. Fyrir sum minni málsamfélögin er hið norræna mikilvægur þáttur. Færeyjar og sænskumælandi hluti Finnlands leggja t.d. mikla áherslu á hið norræna, en hið norræna í sumum miðskandínavísku löndunum er kannski aðeins nefnt á nafn en ekki mikið meira en það (þetta á aðallega við um Svíþjóð) – og hér er hin norræna skuldbinding takmörkuð við nágrannalöndin.
Það er greinilegur munur á því hvort norrænu málin eru nágrannamál eða erlend mál.

Á Grænlandi og Íslandi og að einhverju leyti í finnskumælandi hluta Finnlands, stendur hið norræna fyrir Norðurlandamál, sem er kennt sem erlent mál á tiltölulega háu stigi. Hið tiltekna mál (danska eða sænska) verður því að vera aðgangsmiði að hinu norræna samfélagi, en hin norrænu tungumálin eru ekki nefnd í námslýsingunum ...
Á heildina litið fer ekki mikið fyrir hinu norræna í kennsluskrám grunnskólanna. Það er tilgreint á mörgum stöðum en á flestum stöðum er um fullyrðingar án skuldbindinga að ræða.

 

Hægt er að sækja alla greinargerðina hér: Sprogudredning