Choose lang
  • Denmark
  • Norway
  • Finland
  • Iceland
  • Sweden
  • Great Britain

Tungumálaþjálfun og kvikmyndakynning

Norðurlöndin í Bíó er sameiginlegt tungumálaátak fyrir skóla á öllum Norðurlöndunum. Markmiðið er að nemendur auki færni sína í Norðurlandamálum með hjálp kennsluefnis sem byggist á stuttmyndum.

Námsárið 2007/2008 er verkefnið ætlað 10 - 12 ára börnum. Þemað er uppvöxtur.

Framkvæmd verkefnisins er í höndum Sambands norrænu félaganna (FNF) í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofurnar og er styrkt meðal annars af Norrænu ráðherranefndinni og skandinavísku kvikmyndastofnununum þremur.

Kennsluefnið samanstendur af mynddiski með norrænum stuttmyndum og nýju kennsluefni eftir Jan Olav Bruvik hjá norska kennarasambandinu og sænska kvikmyndakennarann Evu Westergren. Í kennsluheftinu eru greinar um norrænan málskilning eftir Jens Cramer frá Norrænu stofnuninni í Árósum og Birgittu Lindgren og Torbjørgu Breivik við Tungumálaráð Svíþjóðar og Noregs.

Myndirnar fimm sem valdar voru í kennsluefnið lýsa ýmsum hliðum þess að vaxa úr grasi á Norðurlöndunum á okkar tímum og geta verið grunnur umræðu um ástina, vináttu, foreldratengsl.